Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 565  —  253. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020 (framhald lokunarstyrkja).

(Eftir 2. umræðu, 24. febrúar.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „fyrir lok árs 2019“ í 1. málsl. 4. tölul. kemur: eða 1. ágúst 2021 vegna lokunartímabila frá 15. janúar 2022.
     b.      5. tölul. orðast svo: Bú hans hefur ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta. Jafnframt skal hann ekki hafa verið tekinn til slita, nema ef slitin eru liður í samruna, skiptingu eða breytingu á rekstrarformi rekstraraðilans, og fyrirhugað er að lögaðili sem við tekur haldi rekstri sem umsókn varðar áfram.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „260 millj. kr.“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: 330 millj. kr.
     b.      Við 1. málsl. 5. mgr. bætist: og styrkjum til rekstraraðila veitingastaða samkvæmt lögum um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.
     c.      Á eftir 7. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Hafi rekstraraðila veitingastaðar verið ákvarðaður styrkur samkvæmt lögum um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma fyrir sama tímabil og lokunartímabil nær til dregst hann frá lokunarstyrk.

3. gr.

    5. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Umsóknir vegna lokunartímabila frá og með 15. janúar 2022 skulu hafa borist eigi síðar en 30. júní 2022.

4. gr.

    Í stað orðanna „30. september 2021“ í 2. málsl. 26. gr. laganna kemur: 30. júní 2022.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.